sunnudagur, 6. maí 2007

Geðveiki

Það er alveg merkilegt hvað tilfinningasveiflurnar eru gríðarlegar þegar maður er einn með sjálfum sér og námsbókunum og neyðist til að hugsa. Tilfinningar sem hafa verið bældar niður með slagsmálum á handboltavellinum árum saman brjótast út og feykja manni til eins og laufi í vindi. Ég var í ruglinu í dag en er bara helvíti flottur núna, samt hefur í rauninni ekkert breyst.




Annars er nýja lagið er sálmur sem gefur ykkur vonandi styrk til að komast í gegn um þessi yndislegu próf

Allar truflanir vel þegnar


Ég er að bugast yfir varmafræðinni. Ef þið þurfið að létta einhverju af hjarta ykkar, endilega hringið í mig og truflið lesturinn hjá mér.

laugardagur, 5. maí 2007

Mynda-gestabók