fimmtudagur, 28. júní 2007

Laugardagskvöldið í máli og myndum

Við erum reyndar að tala um u.þ.b. 1000 myndir og allmörg vídjó í heildina. Nokkrar þeirra eru bannaðar börnum svo við byrjum bara smátt. Þeir sem vilja sjá allt það grófa verða að koma í heimsókn til mín. (Varúð: Ef þið skiljið ekki eitthvað í textanum eða finnst ólíklegt að það sé satt þá er sennilega um kaldhæðni að ræða)




Þetta var fyrir-fyrirpartýið fyrir árshátíðarkvöldið. Þemað var að vera töff og tókst það með eindæmum vel.



Adda lúði, Brynjar neikvæði og Dabbi grenjuskjóða og fýlupúki



Í matnum þá nennti Addi ekki að halda ræðu en píndi sig þó í að standa upp og segja tvö orð. Þetta var samt eina ræðan hans í ferðinni.



Gaurarnir á gríska staðnum voru leiðinlegir og okkur kom illa saman. Eftir matinn (í fyrirpartíinu) var svo skipt yfir í þægilegri klæðnað, enda nauðsinlegt að vera edrú, traustvekjandi og trúverðugur þegar maður heldur ræður.



Andri og Davíð fara yfir sögu Freyjufélagsins í "stuttu" máli.



Ég er hér að flytja þakkar-ræðu fyrir hönd aðstandenda og gesta og útskýra hvað felst í því að vera áfengis- og hjónabandsráðgjafi félagsins.



Ég tók eitt staup af tequila en Anna tók hálfan tebolla.





Svo var farið á den glade viking þar sem fæstir létu sér nægja að dansa á gólfinu. Anna og Andri eru búin að ná sér í meiri stöðuorku á efri myndinni og við Addi á þeirri neðri.





Ástin blómstraði þetta kvöld líkt og önnur kvöld (vantar reyndar myndir af Adda og Írisi).



Versti og þurrasti kjúklingur í heimi



Þessar stelpur voru að gæsa vinkonu sína. Stelpur með bindi og axlarbönd kveikja í okkur Andra svo við létum taka mynd af okkur með þeim.



Við Andri enduðum tveir eftir niðri í bæ (í eina skiptið sem það gerðist) og þar kynntumst við tveimur Íslendingum. Á myndinni að neðan eru reyndar einnig tveir Bretar sem við drógum inn í hópinn. Seinna kom í ljós að Íslendingarnir voru 15 að verða 16 ára...



Þetta kvöld endaði svo með því að við Andri fórum heim klukkan sjö. Ég kíkti aðeins á netið og náði mér í djús og appelsínugula beltið, skreið síðan út á sundlaugarbakka og lagði mig þar í svona tvo tíma eða þangað til Arnar vakti mig (engar myndir til af því). Djöfull var ógeðslega kalt á bekknum áður en að sólin kom upp.

sunnudagur, 17. júní 2007

Þegar Brynjar hafði hár

Ég var að finna þessa mynd á freyjublogginu



Óska eftir fleiri svona myndum

miðvikudagur, 6. júní 2007

Tenerife

Þá er það klappað og klárt. Vikuferð til Tenerife 19. til 26. júní :)

þriðjudagur, 5. júní 2007

Tenerife

Eðlilegt að maður sé kominn á biðlistann til Tenerife 19. júní. Án efa vanhugsaðasta skyndiákvörðun sem ég hef tekið (nema kannski þegar ég hætti skyndilega við að fara í versló og fór í MR). Allt er í lausu lofti.

Kemst ég með? Fæ ég frí í vinnunni? Hvað kostar ferðin? Með hverjum er ég að fara? Hvað með gistingu?

En á móti spyr maður sig:

Hverju hef ég svosem að tapa?

Mynda-gestabók