fimmtudagur, 1. nóvember 2007

Ásgeir skrifar

Jæja, ég lét tilleiðast að skeiða aftur fram á ritvöllinn, afsaka fyrirfram allar dönskuslettur ef þær lauma sér með. Danskan er náttúrulega farin að nálgast það að vera móðurmál manns eftir svo langa dvöl í Kaupmannahöfn.

Þegar þetta er ritað erum við Brynjar nýkomnir til Uppsala eftir ævintýralega för okkar tveggja sem hófst á miðnætti í gær þegar Brynjar bankaði upp á hjá mér og við hófum að vinna að því marki að klára kassa af bjór áður en við kæmumst til Stokkhólms. Fyrsta lestin átti að leggja af stað til Malmö kl. 4:03 (nei, ekki 16:03) og eftir tæpt þriggja sumbl tókum við pjönkur okkar, afganginn af bjórkassanum og héldum út á lestarstöð. Þó gátum við ekki látið hjá liggja að kýla vömbina og gerðum stutt stopp á Burger King við enda Striksins. Vopnaðir Whooper og öli vænu settumst við svo niður á bekk á Hovedbanegården rétt fyrir fjögur og gengum á birgðarnar. Sífellt grynnkaði á kassanum, sérstaklega með vinnu okkar í lestinni til Malmö og á lestarstöðinni þar og þegar klukkan sló fimm og Svíarnir voru byrjaðir að háma í sig banana og rúnstykki sátum við Brynjar enn fastir við okkar keip og uppskárum nokkur skrítin augntillit fyrir vikið. Þegar klukkan var orðin hálfsex ákváðum við að opna síðasta bjórinn og að honum drukknum lögðumst við drukknir til hvílu rétt fyrir sex að nóttu til í sænskri lest í miðjum sænskum óbyggðum. Lýkur hér með fyrsta kafla ferðasögu Uppsalaferðalanga en verða án efa skrifaðir fleiri kaflar áður en yfir lýkur.

föstudagur, 10. ágúst 2007

Og nokkrar í viðbót frá Önnu Maríu









Myndir úr Eyjum

Myndabrunnurinn er nokkurn vegin ótæmandi en hérna eru nokkrar ágætar og frekar lýsandi fyrir ferðina

Hemmi sýnir hér að hann hefur líka kvenlega hlið.


Stelpurnar að dansa


Ég lét til leiðast þegar macharena fór á fóninn - skrýtið að rúmið skyldi brotna

Gussi felufroskur mætti á svæðið og gerði allt vitlaust


Hemmi fann sinn vin


Og Andri sinn vin

Svo tóku þeir nokkrar eggjandi pósur saman - enda var ég mjög hvetjandi á myndavélinni


Ég teypaði ósoðna pulsu á buxurnar mínar og bauð gestum og gangandi að fá sér bita


Allar stelpurnar vildu fá bita af pulsunni minni eins og venjulega


Við Gulli erum oft mjög nánir


Beilís og hattur í brekkunni. Takið sérstaklega eftir hvað Finnsa finnst þetta leiðinlegt.

Allt fyrir ástina...eina sem aldrei nóg er af :) Heyrst hefur að Hemmi sé á leiðinni í skiptinám til Ungverjalands.

Það var ekki verra að hitta Tinnu þarna


Karlmenn segja nei við nauðgunum!



Grótta og Gintaras

Það eina sem vantar eru myndir af Stínu með gítarinn, fjallgöngunni og útihlaupinu okkar Adda

mánudagur, 6. ágúst 2007

Þjóðhátíð í Eyjum

Þá er maður kominn heim úr Eyjum og búinn að setja lokahnykkinn á þetta frábæra sumar. Það hefði einfaldlega ekki getað verið betra. Ég hendi einhverjum myndum hér inn við tækifæri.

föstudagur, 27. júlí 2007

Hemmi Daltonbróðir

Það var einhver sem benti mér á þetta en ég get engan vegin munað hver það var. Eða var það kannski hún Feita-Þórunn?

mánudagur, 16. júlí 2007

Mynda-gestabók