laugardagur, 31. mars 2007
miðvikudagur, 28. mars 2007
mánudagur, 26. mars 2007
Stefnumótamenning á Íslandi
Þar sem að við erum að detta inn á þann aldur þar sem stefnumót eru orðinn stærri partur af tilverunni þá er rétt að punkta niður nokkrar reglur og ræða hvað er rétt og hvað er rangt í þessum málum.
Nokkur atriði :
1 Það á ekki að vera stress eða vesen að bjóða e-m á stefnumót heldur eitthvað sem allir ættu að gera reglulega.
2 Það að bjóða einhverjum á stefnumót er ekki lífstíðarskuldbinding.
3 Ef stefnumótið gengur illa og manneskjan reynist vera leiðinleg þá á að bjóða e-m öðrum en ekki gefast upp í leitinni að þeim rétta.
4 Það að hittast blindfull niðri í bæ flokkast ekki sem stefnumót þó að það sé fínt líka
5 Ekki er refsivert að "deita" fleiri en eina manneskju í einu en gæta þarf þess að vera heiðarlegur við sjálfan sig og aðra.
6 Það er mjög töff að bjóða vinkonu með sér í t.d. brúðkaup. Það væri þá saklaust vinastefnumót og miklu skemmtilegra en að koma einn.
7 Rétt er að taka fram að allt ofangreint gildir jafnt um stelpur og stráka.
Gerið endilega athugasemdir um endurbætur og komiði með fleiri punkta. Ef ykkur finnst þetta asnalegt og þorið ekki að láta reyna á þetta þá eruð þið leiðinleg.
Dæmi um atriði 4
skrifað kl. 14:59 |
laugardagur, 24. mars 2007
NY
Löggæslan í borginni var hert til muna þegar út spurðist að við værum á svæðinu.
Þarna má sjá Empire State frá Rockefeller byggingunni. Soho, Kínahverfið og Wall Street er þar fyrir aftan.
Fróður maður sagði einu sinni: Apar eru frábærir!
Mörgæsir eru enn frábærari en apar.
Frelsisstyttan er minni en margir halda.
Flott listaverk og styttan fræga er þarna í bakgrunni.
Þetta voru bestu tónleikar sem ég hef farið á. Þessi er af mörgum talinn besti saxófónleikari í heimi (Chris Potter).
Brian Blade er einhver allra besti trommari í heiminum í dag. Hógvær og kátur gaur.
Við Bragi vorum að fíla þessa tónleika. "DJ-inn" (gellan lengst til hægri) bar af en kuflinn sem saxófónleikarinn klæddist var líka mjög töff.
Hótelið okkar var á Times square (lélegt hótel en frábær staðsetning).
Þessi færsla og lestarferðin á myndinni eiga það sameiginlegt að vera allt of langar (síðast þegar ég sofnaði í lest þá slefaði ég yfir mig allan og farþegarnir hlógu allir að mér. Þarna hafði ég sem betur fer ég vit á að slefa ofan í bakpokann hans Árna).
skrifað kl. 15:01 |
þriðjudagur, 20. mars 2007
mánudagur, 19. mars 2007
sunnudagur, 18. mars 2007
Árshátíðin
Ef ég hefði dansað til að gleyma í gær þá væri ég alveg minnislaus í dag.
skrifað kl. 21:18 |