mánudagur, 26. mars 2007

Stefnumótamenning á Íslandi

Þar sem að við erum að detta inn á þann aldur þar sem stefnumót eru orðinn stærri partur af tilverunni þá er rétt að punkta niður nokkrar reglur og ræða hvað er rétt og hvað er rangt í þessum málum.

Nokkur atriði :
1 Það á ekki að vera stress eða vesen að bjóða e-m á stefnumót heldur eitthvað sem allir ættu að gera reglulega.
2 Það að bjóða einhverjum á stefnumót er ekki lífstíðarskuldbinding.
3 Ef stefnumótið gengur illa og manneskjan reynist vera leiðinleg þá á að bjóða e-m öðrum en ekki gefast upp í leitinni að þeim rétta.
4 Það að hittast blindfull niðri í bæ flokkast ekki sem stefnumót þó að það sé fínt líka
5 Ekki er refsivert að "deita" fleiri en eina manneskju í einu en gæta þarf þess að vera heiðarlegur við sjálfan sig og aðra.
6 Það er mjög töff að bjóða vinkonu með sér í t.d. brúðkaup. Það væri þá saklaust vinastefnumót og miklu skemmtilegra en að koma einn.
7 Rétt er að taka fram að allt ofangreint gildir jafnt um stelpur og stráka.


Gerið endilega athugasemdir um endurbætur og komiði með fleiri punkta. Ef ykkur finnst þetta asnalegt og þorið ekki að láta reyna á þetta þá eruð þið leiðinleg.




Dæmi um atriði 4

Mynda-gestabók