laugardagur, 24. mars 2007

NY

Þessar myndir segja ferðasöguna miklu betur en texti.Ég hitti þennan ásamt frúnni í dýragarðinum.


Central Park séð frá Rockefeller Center.


Löggæslan í borginni var hert til muna þegar út spurðist að við værum á svæðinu.


Þarna má sjá Empire State frá Rockefeller byggingunni. Soho, Kínahverfið og Wall Street er þar fyrir aftan.


Fróður maður sagði einu sinni: Apar eru frábærir!


Mörgæsir eru enn frábærari en apar.


Frelsisstyttan er minni en margir halda.


Flott listaverk og styttan fræga er þarna í bakgrunni.


Þetta voru bestu tónleikar sem ég hef farið á. Þessi er af mörgum talinn besti saxófónleikari í heimi (Chris Potter).


Brian Blade er einhver allra besti trommari í heiminum í dag. Hógvær og kátur gaur.


Við Bragi vorum að fíla þessa tónleika. "DJ-inn" (gellan lengst til hægri) bar af en kuflinn sem saxófónleikarinn klæddist var líka mjög töff.


Hótelið okkar var á Times square (lélegt hótel en frábær staðsetning).


Þessi færsla og lestarferðin á myndinni eiga það sameiginlegt að vera allt of langar (síðast þegar ég sofnaði í lest þá slefaði ég yfir mig allan og farþegarnir hlógu allir að mér. Þarna hafði ég sem betur fer ég vit á að slefa ofan í bakpokann hans Árna).

Mynda-gestabók