fimmtudagur, 26. apríl 2007

Seung-Hui Cho

Vegna reynslu minnar af störfum innan geðsviðsins hefur fólk mikið verið að spyrja mig hvað hafi eiginlega verið að honum Cho. Þó að spurningunni sé ekki auðvelt að svara skal hér gerð heiðarleg tilraun til þess.

Sem barn var Cho talin einhverfur en fékk þó aldrei greiningu. Hann var mjög einrænn og erfiður í samskiptum og höfðu foreldrar hans miklar áhyggjur af honum. Þeir brugðu á það ráð að senda hann í kirkju en það varð honum því miður ekki til góðs því drengirnir sem voru með honum í söfnuðinum lögðu hann í einelti. Þar voru aðallega drengir úr ríkum fjölskyldum að verki sem að útskýrir að hluta andúð hans á ríku fólki.

Á menntaskólaárunum "middle school & high school" var honum strítt vegna þess hve lokaður hann var. Þá strax var hann byrjaður að sýna merki um ofbeldishneigð og hafði m.a. skrifað lista "hit list" með nöfnum þeirra sem hann ætlaði sér að myrða.

Í Virginia Tech var Cho í tómum vandræðum og var meðal annars rekinn úr kúrs vegna ógnandi hegðunar. Hann ógnaði fólki, áreitti stúlkur og herbergisfélagar hans sögðu af honum furðulegar sögur. Kennarar höfðu stöðugar áhyggjur af honum en hann tók ekki ábendingum um að leita sér aðstoðar og ráðgjafar. Árið 2005 var hann sendur í mat hjá geðlækni eftir að hafa verið grunaður um að vera geðveikur og hættulegur sjálfum sér og umhverfinu.

Af hegðun hans að dæma er alveg ljóst að Cho átti við alvarleg geðræn vandamál að stríða. Kerfið brást og því miður fékk hann ekki þá aðstoð sem hann þurfti á að halda... því fór sem fór.

Mynda-gestabók